Hoppa yfir valmynd

Fjölþátta auðkenning

Við hvetjum alla til að nýta sér fjölþátta auðkenningu fyrir aðganga sína þegar það er í boði.

Fjölþátta auðkenning er auka varnarveggur til að koma í veg fyrir að lykilorð séu misnotuð af glæpamönnum, t.d. lykilorð sem hefur verið lekið, stolið eða giskað er á. Með því að notfæra sér fjölþátta auðkenningu þarf alltaf að sannreyna á annan máta að maður sjálfur sé að fara inn á aðganginn.

Hægt er að nýta nokkrar leiðir til að sannreyna hver maður er:
Algengasta leiðin er að notast við smáforrit í snjallsímum. Í hvert skipti sem maður skráir sig inn kemur tilkynning í smáforritið þar sem gefa þarf leyfi fyrir viðkomandi innskráningu. Þegar óprúttinn aðili reynir að komast inn á aðgang er hægt að hindra það með því að neita aðgengi í gegnum smáforritið. Einnig er hægt að slá inn beint talnarunu úr forritinu ef ekki er kveikt á tilkynningum.

Önnur leið er að fá talnarunu eða stafarugl í gegnum SMS, tölvupóst sem slá þarf inn til að fá aðgengi að þeirri þjónustu sem verið er að skrá sig inn á. Þetta er talin óöruggari leið en að nota smáforrit.

Einnig er hægt að nota sér sérstaka auðkennislykla eða kort sem þarf að tengja við tölvuna til að fá aðgang inn á þjónustur. Það er þó ekki auðveldasta leiðin fyrir hinn hefðbundna notanda.

Fjölþátta auðkenning