Hoppa yfir valmynd

Alvarlegir veikleikar í hugbúnaði frá Adobe

13. apr. 2022
Adobe hefur gefið út öryggisuppfærslur fyrir veikleika í Adobe Acrobat [2], Adobe Acrobat Reader [2], Adobe Photoshop [3] og Adobe After Effects [4]. 

Í heildina er um að ræða 78 veikleika og þar á meðal nokkrir mjög alvarlegir (e. critical) veikleikar sem geta meðal annars leitt til keyrslu á hugbúnaði (e. arbitrary code execution). 

Margir veikleikanna hafa CVS skor 7.8. 

Frekari upplýsingar eru á vefsíðum Securityweek [1] og Adobe [2][3][4]. 

CERT-IS mælir með að kerfisstjórar og endanotendur uppfæri án tafa. 
 

Tilvísanir: 
[1] https://www.securityweek.com/adobe-patches-gaping-security-holes-acrobat-reader-photoshop 
[2] https://helpx.adobe.com/security/products/acrobat/apsb22-16.html 
[3] https://helpx.adobe.com/security/products/photoshop/apsb22-20.html 
[4] https://helpx.adobe.com/security/products/after_effects/apsb22-19.html