Hoppa yfir valmynd

Fagstjóri í netöryggissveit - CERT-IS

09. jún. 2022

Netöryggissveitin CERT-IS leitar að fagstjóra atvikameðhöndlunar. CERT-IS starfar sem sér skipulagseining innan Fjarskiptastofu.

Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við ógnum vegna netárása. Sveitin greinir atvik, takmarkar útbreiðslu og tjón af völdum netárása og er virkur þátttakandi í umræðu um netöryggismál og fyrirbyggjandi aðgerðum fyrir íslenska innviði.

Fagstjóri atvikameðhöndlunar gegnir lykilhlutverki í að móta og styrkja stöðu CERT-IS til komandi ára. Einnig býðst frábært tækifæri til náinnar þátttöku í sívaxandi og öflugu samstarfi erlendra CERT/CSIRT teyma.

Við bjóðum gott tækifæri til starfsþróunar í kviku umhverfi netöryggismála.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna náið með stjórnendum við stefnumótun og uppbyggingu CERT-IS
 • Leiða hóp atvikameðhöndlunar og viðbragðsteymis CERT-IS
 • Meginábyrgð á þróun og framkvæmd viðbragðshlutverks CERT-IS
 • Leiða eftirvinnslu atvikameðhöndlunar og úrvinnslu og miðlun upplýsinga
 • Virk þátttaka í sviðshópum mikilvægra innviða
 • Undirbúa og framkvæma reglubundnar æfingar sviðshópa
 • Náin þátttaka í samstarfi alþjóðlegra CERT og CSIRT sveita
 • Greining á mismunandi netárásum og ráðgjöf til þjónustuaðila


Hæfniskröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum og góð leiðtogahæfni
 • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði
 • Minnst 2 ára starfsreynsla í netöryggismálum
 • Reynsla af hugbúnaðargerð, net- eða kerfisrekstri
 • Reynsla af viðbragðs- og aðgerðarstjórnun
 • Mikil greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð
 • Djúp þekking á helstu samskiptastöðlum í upplýsingatækni
 • Hæfileiki til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi

Þekking á fjarskiptalögum og NIS löggjöfinni æskileg

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi sem er ráðinn þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. 

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.  Sækja þarf um á www.starfatorg.is

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnar Sigmundsson - gudmundur@cert.is

CERT-IS hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.  Litið er svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.