Hoppa yfir valmynd

Aðvörun vegna svikabylgju

15. jún. 2021
Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-IS, varar við bylgju
svika sem nú er í gangi. Um er að ræða nokkrar tegundir af svikum en ekki er talið að þau tengist með einum eða öðrum hætti.

Vegna þess hve margir hafa fallið fyrir þeim er talin ástæða til að
hvetja fólk til að vera sérstaklega vel á varðbergi fyrir svikum
sem þessum.


Fölsk SMS skilaboð í nafni Landsbankans

Send eru SMS í nafni Landsbankans þar sem óskað er eftir að viðkomandi fari á vefsíðu til að staðfesta símanúmer sitt.

SMS skilaboðin eru látin líta út fyrir að vera send í sama nafni og
Landsbankinn sendir öryggisnúmer frá þegar viðkomandi skráir sig
inn á vefsíðu Landsbankans. Vegna þess töldu margir að um
raunveruleg skilaboð væri að ræða.Símtalssvik

Einnig hefur borið á fjölda símtala þar sem hringt er úr leyninúmeri
og viðkomandi þykist vera starfsmaður íslenskra fyrirtækja.
Viðkomandi reynir að fá upp aðgangssupplýsingar inn á Paypal reikning.

CERT-IS ítrekar að fólk gefi aldrei frá sér notendanöfn eða lykilorð
í gegnum síma eða inni á vefsíðum sem það þekkir ekki til.