Hoppa yfir valmynd

CERT-IS varar við svikum sem biðja viðkomandi að tilgreina viðskiptabanka

03. okt. 2023

Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu fyrir rafræn skilríki og telur CERT-IS ástæðu til að vara við aðferðinni.

Eftirlíkingin er góð en fólk er beðið að velja sinn banka fyrir innskráningu. Engin þjónusta fer fram á slíkt við innskráningu og vill CERT-IS því benda á að aðeins svikasíður óska eftir því að fólk tilgreini bankann sinn samhliða innskráningu.