Hoppa yfir valmynd

Tilmæli til fjármálafyrirtækja vegna dreifðra álagsárása

13. sep. 2021

Vegna árása á greiðslumiðlanir gefur CERT-IS út eftirfarandi tilmæli til fjármálafyrirtækja sem eru á lista yfir mikilvæga innviði.

CERT-IS beinir þeim tilmælum til fjármálastofnana sem tilheyra mikilvægum innviðum að þau:

  • Fari yfir og skerpi á verklagsreglum vegna dreifðra álagsárása
  • Verði enn meira á varðbergi varðandi slíkar árásir
  • Fari yfir með starfsfólki hvernig virkja eigi varnir eigi slík árás sér stað til að stytta viðbragðstíma

 

Verði mikilvægir innviðir varir við árásir eða niðritíma sem hefur mikil áhrif á sína notendur eða viðskiptavini skal CERT-IS strax vera gert viðvart.