Skráning tengiliða

Netöryggissveitin CERT-ÍS heldur utan um lista yfir þjónustu og tengiliði helstu fyrirtækja sem veita IP fjarskiptaþjónustu og rekstraraðila ómissandi upplýsingainnviða Íslands.

Sveitin notar listann m.a. við að skiptast á upplýsingum, viðvörunum og fyrirspurnum í tengslum við einstök öryggisatvik og ógnir. Jafnframt er listinn mikilvægur í neyðarástandi þegar þarf að samræma aðgerðir.

Við hvetjum ábyrgðarmenn þeirra fyrirtækja sem falla undir ofangreinda skilgreiningu að ganga frá skráningu og jafnframt skrá allar breytingar sem kunna að verða. 

Rafrænt eyðublað til skráningar á listann má finna á vef PFS.