Hoppa yfir valmynd

Tilkynningar um atvik og áhættu

Tilkynningar um öll atvik, lítil sem stór, yfirstandandi eða lokin er ein mikilvægasta upplýsingalindin sem við hjá CERT-IS höfum. Greining og tölfræði verður nákvæmari eftir því sem fleiri tilkynningar berast til okkar sem gefur okkur betri yfirsýn um stöðu Íslands og hjálpar til við skipulag og ákvarðanatöku.

Tilkynningarleiðir

Hægt er að tilkynna til CERT-IS með eftirfarandi hætti:

  • Tilkynningarform
  • Tölvupóstur á cert@cert.is
  • Hringja í +354 510 1540
  • Þjónustuhópar okkar geta hringt í bakvaktarnúmer CERT-IS utan dagvinnutíma
  • Vefveiðapósta er hægt að áframsenda á phishing@cert.is, ef óskað er eftir viðbragði þarf okkur einnig að berast tilkynning í gegnum ofangreindar leiðir


Við hjá CERT-IS fylgjumst með tilkynningum í gegnum ofangreindar leiðir á hefðbundnum dagvinnutíma á virkum dögum milli klukkan 8:00-16:00 fyrir utan bakvaktarnúmer. Bakvaktarnúmer er virkt utan hefðbundins dagvinnutíma allt árið um kring. 

Við hvetjum alla til að nota tilkynningarformið okkar á vefnum. Formið nær einnig yfir Skyldutilkynningar fyrir mikilvæga innviði samkvæmt 8. gr. í lögum nr. 78/2019 og fjarskiptafélög samkvæmt 80. gr. laga nr. 70/2022.

Ef um viðkvæmar upplýsingar er að ræða er hægt að senda þær dulkóðaðar í gegnum tölvupóst með t.d. PGP. Hafið samband við okkur til að nota aðrar leiðir.

Trúnaður

Starfsfólk CERT-IS er bundið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 19. gr. laga nr. 78/2019 og er undanskilið upplýsingalögum nr. 140/2012, nær það til allra gagna og upplýsinga sem tilheyra starfsemi sveitarinnar.

Farið er með tilkynningar sem trúnaðarmál og mun CERT-IS ekki deila upplýsingum um einstaka atvik, persónugreinanlegum upplýsingum eða öðrum viðkvæmum gögnum með öðrum nema með leyfi tilkynnanda. 

Upplýsingar um vefveiðapósta sendir á phishing@cert.is verða notaðar til að varpa ljósi á þær vefveiðaherferðir sem eru í gangi á Íslandi.

Upplýsingar varðandi atvik hjá mikilvægum innviðum sem flokkast undir Skyldutilkynningu samkvæmt 8. gr. laga nr. 78/2019 eru áframsendar til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds að beiðni tilkynnanda.

CERT-IS starfar með Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og er skylt að tilkynna til þeirra ef um alvarleg eða útbreidd atvik er að ræða sem hafa áhrif á þjónustuhópa CERT-IS, almannahagsmuni eða þjóðaröryggi, sjá nánar hér.

Aðrar undirsíður

Skyldutilkynningar
Samstarf með Almannavörnum